miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tenór frá Túnsbergi brýtur blað

Jens Einarsson
25. júní 2009 kl. 13:48

Tenór er undan Garra frá Reykjavík, Orrasyni frá Þúfu og Ísoldar frá Gunnarsholti. Garri hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í Danmörku í vor.

Móðir Tenórs er gæðingamóðirin Staka frá Litlu- Sandvík, Gáskadóttir frá Hofstöðum. Móðir Stöku er Bára frá Stóra-Hofi, Blæsdóttir frá Sauðárkróki og Kátínu frá Litlu-Sandvík, sem var undan Stjarna frá Bjóluhjáleigu. Undan Kátínu er stóðhesturinn Glæsir frá Litlu-Sandvík.

Ræktendur Tenórs eru Gunnar Kristinn Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir á Túnsbergi. Gunnar er fæddur og uppalinn á Túnsbergi en Magga er frá Hreiðurborg í Flóa.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um hesta og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.