mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tekið við hryssum undir Þrist á föstudagskvöld

12. júní 2015 kl. 10:25

Þristur frá Feti.

Fyrra gangmál á Akurey í Vestur-Landeyjum.

Tekið verður við hryssum undir Þrist frá Feti, á fyrra gangmál í Akurey í V-Landeyjum, föstudagskvöldið 13. júní nk. frá kl. 19-22. Hesturinn kemur svo í hólfið á laugardeginum, samkvæmt tilkynningu frá eigendum.

"Athugið að allar geldar hryssur skulu koma á undan hestinum, en bæta má inn á hann folaldshryssum. Enn eru nokkur pláss laus, hægt að panta hjá Huldu í síma 893 2028 eða á skjoni@simnet.is.

Þristur hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og er farsæll og frjósamur kynbótahestur. Mörg afkvæma hans gera það gott á keppnisbrautinni og í þeim hópi má t.d. nefna topphross eins og systurnar Randalín og Rósalín frá Efri-Rauðalæk, Storm frá Feti, Stegg frá Hrísdal og Þrennu frá Strandarhjáleigu.

Verð á folatolli er kr. 90.000 plús vsk. Girðingargjald og sónar innifalið."