föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tekið til kostanna

22. apríl 2015 kl. 09:39

Kolskeggur frá Kjarnholtum kemur fram á sýningunni.

Kennslusýning og kvöldsýning í Svaðastaðahöll.

Sýningin Tekið til kostanna verður haldinn í Svaðastaðahöll á Sauðárkróki laugardaginn 25 apríl.

Reiðkennaraefni Háskólans á Hólum bjóða upp á kennslusýningu kl. 13. Grunntónninn í sýningunni verður íslensk reiðhefð í fortíð og nútíð. Mun þá einnig reyna á leikræna tilburði reiðkennaraefnanna.

Klukkan 20 fer svo fram kvöldsýning. "Stóðhestar, hryssur, ræktunarbú, munsturreið, krakkar og unglingar, fimleikar, flugskeið o.fl. Sýningargestir mega eiga von á fjölbreyttri og skemmtilegri sýningu þar sem slegið er á létta strengi en fagmennska og gæðingakostir líka í hávegum hafðir. Vegleg verðlaun í skeiðkeppni, fyrir besta atriðið og fyrir flottasta parið."

Aðgangseyrir kr. 2000, frítt fyrir 12 ára og yngri.