þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tekið til kostanna

25. apríl 2014 kl. 13:40

Mette Mannseth

Dagskráin hefst á kennslusýningu reiðkennaraefna Háskólans á Hólum

Skagfirðingar fagna sumri í Reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, laugardag, með sýningunni Tekið til kostanna, sem haldin er í þrettánda sinn. Dagskráin hefst kl. 13:00 á kennslusýningu reiðkennaraefna Háskólans á Hólum og er gæðingafimi  grunntónninn í sýningunni,  en í lokin fer fram keppni í gæðingafimi og þeir þrír, sem bestum árangri ná, keppa síðan til úrslita á kvöldsýningunni, sem hefst kl. 20:00. Sýningargestir mega eiga von á fjölbreyttri og skemmtilegri sýningu þar sem slegið er á létta strengi en fagmennska og gæðingskostir líka í hávegum hafðir.  Sjö afkvæmi Vilmundar frá Feti  mæta í höllina, Björn og Arndís á Vatnsleysu koma með systkynin Hraunar og Heklu frá Vatnsleysu  og  frá Saurbæ mæta þrír stóðhestar.  Knaparnir Elvar á Syðra-Skörðugili, Jói á Bessastöðum, Maggi á Íbishóli og Þór í Skriðu verða með afkvæmasýningu og ellismellirnir og snillingarnir Stebbi Friðgeirs og Dagur frá Strandarhöfði mæta í sérstaka heiðurssýningu. Síðast en ekki síst má nefna stórgæðingana Spes frá Vatnsleysu, Narra frá Vestri-Leirárgörðum og Trymbil frá Stóra-Ási, sem öll hafa hlotið 9 fyrir tölt í kynbótadómi og Trymbill skartar 10 fyrir skeið;  geri aðrir betur.