mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tekið til kostanna - Hvað verður í boði?

19. apríl 2012 kl. 17:51

Tekið til kostanna - Hvað verður í boði?

Meðal gesta á Tekið til kostanna í ár er hinn nýkrýndi meistari meistaranna á Suðurlandi, Artimisia Bertus sem mætir með stóðhestinn Óskar frá Blesastöðum.  Þá kemur meistar stykki úr hrossarækt Krisins Hugasonar, Krókur frá Ytra-Dalsgerði sem Anna Valdimarsdóttir sýnir.  Sigurður Óli Kristinnsson kemur með brot af því besta úr sínu hesthúsi, auk þess sem fleiri góðir gestir víða af landinu munu taka þátt í sýningunni.

 
Hinar mögnuðu Dívur úr Húnaþingi vestra mæta með sína frábæru munsturreið.  Von er á glæsilegu atriði frá FT félögum í Skagafirði þar sem 10 þekktir tamningamenn og reiðkennarar koma fram.  Þá munu fjölbrautarskólanemendur á Sauðárkróki, Fás-Fákar, tefla fram atriði og einnig unglingar úr Skagafirði.
 
Þrjú landsfræg hrossaræktarbú koma fram með bússýningar, það er frá keppnishrossaræktunarbúi ársins, Efri-Rauðalæk í Eyjafirði, frá Árbæjarhjáleigu/Skarði í Landsveit og frá Vatnsleysu í Skagafirði.
 
Stóðhestar munu koma fram í sóló atriðum, dúói, sérstakri nýstárlegri stóðhestakeppni og í stóru stóðhesta atriði sem verður nokkurskonar stóðhestaveisla.
 
Minningu Sigurbjörns Þorleifssonar frá Langhúsum verður tileinkað eitt atrið og þá verður fluttur nokkurskonar leikþáttur eftir Agnar Gunnarsson á Miklabæ þar sem m.a. kemur fram söngkonan Helga Rós Indriðadóttir.
 
Þá koma nokkrar úrvals klárhryssur, alhliðahryssur, kappreiðavekringar og atriði sem nefnist “Tvær tíur”.
 
Eftir sýninguna verður boðið upp á lifandi mússik í anddyri reiðhallarinnar og síðan er dansleikur á Mælifelli.
 
Munið að tryggja ykkur miða á sýninguna í tíma, forsala á orkusölunni Bláfelli, Sauðárkróki.
 
Þá hefst kynbótasýningin kl. 13: 00 föstudag (ekki kl: 10:00) og yfirlit á laugardag kl: 10:00 og í framhaldi reiðkennslusýning Hólaskóla, opið á Sögusetrinu á Hólum og síðan hefst stórsýningin kl: 20:00 á laugardagskvöldið (21. apríl).