fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tekið verði á brotum af einurð

Jens Einarsson
8. desember 2010 kl. 12:03

Félag tamningamanna ályktar

Félag tamningamanna sendi frá sér ályktun um smitvarnir eftir aðalfund félagsins, sem haldinn var nýlega. Þar er því beint til yfirvalda að aukin áhersla verði lögð á smitvarnir með frekari fræðslu, kynningu og eftirliti í flug- og skipshöfnum. Og tekið verði á brotum af fullri einurð, eins og það er orðað. Í greinargerð er tíundaður sá skaði sem hestamennskan hefur orðið fyrir á þessu ári vegna hrossapestarinnar sem geisað hefur. Sú lexía sé orðin dýrkeypt og ástæða fyrir alla hestamenn að vera á varðbergi og fara að reglum. Reglur um smitvarnir má sjá HÉR.