miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Teitur og Tumi fljótastir

2. júlí 2014 kl. 21:53

Teitur og Tumi sprettu úr spori.

Vekringarnir vöktu lukku.

Teitur Árnason leiðir eftir fyrstu tvo spretti í 150 metra skeiði. Hann sat Tuma frá Borgarhól og fóru þeir á tímanum 14,40 sekúndur. Annar var Sigurður V. Matthíasson og Zelda frá Sörlatungu á 14,82 sekúndum.

Skeiðið var síðasta keppnisgrein dagsins og vakti augljóslega lukku meðal áhorfenda.

Dagskrá byrjar kl. 6 í fyrramálið á kynbótavellinum. Á aðalvellinum frá kl. 9 fara milliriðlar í A-flokki gæðinga fram.