sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Taummýkt og næmni-

17. desember 2011 kl. 23:33

Taummýkt og næmni-

Félag tamningamanna stóð fyrir fræðslukvöldi í félagsheimili hestamannafélagsins Harðar á laugardagskvöldinu 17. desember...

Það voru heimsmeistararnir Jóhann R S kúlason og Rúna Zingsheim Einarsdóttir sem héldu fyrirlestra og svöruðu spurningum að þeim loknum. Fjölmennt var á fundinum og fylgdust gestir með af miklum áhuga og rigndi spurningum yfir þau Jóhann og Rúnu að fyrirlestrunum loknum.

Kom skýrt fram í máli beggja að taummýkt og næmni er efst á forgangslista góðs hestaþjálfara.
Við þetta tækifæri afhenti Landssamband hestamannafélaga Jóhanni viðurkenninguna Hestaíþróttamaður ársins 2011 og er hann þar með kandidat hestaíþróttanna í valinu Íþróttamaður ársins sem fer fram fljótlega.

Fræðslukvöldið var hið fyrsta í fræðslukvöldaröðum sem Félag Tamningamanna mun standa fyrir í vetur.