sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Taumhringsvinna er vandasöm-

20. desember 2011 kl. 12:02

Taumhringsvinna er vandasöm-

Rúna Einarsdóttir Zingsheim hélt mjög skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur á fundi FT með henni og Jóhanni R Skúlasyni á dögunum...

Fyrirlesturinn hafði þemað „Dagur í lífi Freys“ og sagði Rúna frá því hvernig hún þjálfar þennan gæðing til árangurs.
Dagurinn hefst á þjálfun á göngubrettinu en það er þægileg þjálfun sem Rúna getur notað einnig þegar hún er ekki heima, vegna þess að aðstoðarfólkið getur sett Frey á brettið. Eftir góðan spöl þar, fær Freyr pásu þar til komið er að aðalþjálfun dagsins sem hefst með 20 mínútna taumhrings þjálfun. Rúna segist vilja vinna þessa þjálfun sjálf, vegna þess að hún sé ekki síður vandasöm en að ríða hestinum. Rúna hefur lært að vinna með hestinn í taumhring þannig að það skili árangri „taumhringsvinna er annað og meira en að hlaupa í hring“ segir Rúna. Ef rétt er unnið skilar hún miklum árangri.
Í kjölfar taumhringsins fer Rúna á bak og ríður hestinum sínum í gegnum þau atriði sem hún vill þjálfa. Byrjar á feti drjúgan spotta, síðan undirbúningur og hægt tölt eða söfnun. Eftir það þjálfar hún stökk og brokk og endar svo aftur eins og hún byrjaði, á feti.
Rúna segist ríða mest á hægum hraða.
Það er ómetanlegt þegar okkar hæfasta hestafólk er reiðubúið til að setjast niður með þeim er vilja heyra og opna gáttir reynslu og þekkingar. Félag tamningamanna hefur haft þetta meðal annars á verkefnalista sínum og á þakkir fyrir.
TÞG