miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tannraspanir hrossa eru nauðsynlegar

16. nóvember 2012 kl. 16:01

Tannraspanir á hrossum eru umdeildar meðal dýralækna

Starfandi dýralæknar telja vegið að starfsheiðri sínum í fyrirsögn á hestabladid.is og segja tannraspanir á reiðhestum nauðsynlegar

Starfandi dýrlalæknar hafa haft samband við Hestablaðið og lýst óánægju sinni með fyrirsögn á frétt hér á vefnum frá því 13. nóvember: Tannröspun hesta er ill meðferð á dýrum.

Telja þeir að með fyrirsögninni sé vegið að starfsheiðri þeirra og að hún sé jafnfram villandi. Það sé skoðun meirihluta dýralækna í heiminum sem fást við hross, að tannröspun reiðhrossa sé nauðsynleg fyrir velferð þeirra og að tannbroddar geti líka sært hross sem aldrei hafa fengið upp í sig beisli.

Undirritaður fellst á að fyrirsögnin sé oftúlkun og biður hlutaðeigandi afsökunar. Fjallað verður um tannraspanir í hrossum í Hestablaðinu sem kemur út í næstu viku.

Jens Einarsson, ritstjóri