þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tamningaferli Háskólans á Hólum.

18. nóvember 2013 kl. 21:05

Margir góðir tamningamenn hafa útskrifast frá Hólaskóla. Mynd/Hólar

Dagskrá fyrir símenntunarnámskeiðið

Eins og við höfum áður auglýst, mun hestafræðideild Háskólans á Hólum bjóða upp á símenntunarnámskeið fimmtudaginn 21. nóvember nk., undir yfirskriftinni Tamningaferli Háskólans á Hólum. Námskeiðið er ætlað þeim er útskrifast hafa úr hestafræðideildinni , sem og öðrum félagsmönnum í Félagi tamningamanna.

Dagskráin hefst kl 13:00 í Þráarhöllinni, og er í stórum dráttum eins og hér segir, með fyrirvara um smávægilegar breytingar:

13:00 Frumtamningaferlið

14:00 Umræður og hlé

14:30 Grunnþjálfun

15:30 Umræður og hlé

16:00 Þjálfun

16:45 Umræður og hlé

17:00 Lok

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í námskeiðinu, en hægt verður að kaupa námskeiðsmöppu sem inniheldur kennslugögn. Mappan kostar kr. 1.000.

Einnig verða kaffi og kleinur til sölu á staðnum.

(Athugið að ekki verður unnt að greiða með greiðslukortum).

Vinsamlegast skráið ykkur í þetta eyðublað hér, svo við vitum nokkurn veginn hvað við eigum von á mörgum.