föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Talsverður áhugi á þátttöku

odinn@eidfaxi.is
19. nóvember 2014 kl. 10:04

Íslenski hesturinn hefur oft verið áberandi á EQUITANA

Stikkorð

Sýningar

Íslendingar verða aftur áberandi á stærstu hestasýningu evrópu.

Um árabil voru fulltrúar Íslands á stórsýningunni Equitana í Þýskalandi en þessi sýning er stærsta hestasýning sem haldin er í Evrópu. En nú um árabil hefur lítil þátttaka verið en það er mál manna að þessi sýning sé öflugt tól í markaðssetningu íslenska hestsins. 

Komið er vilyrði um fjárveitingu í verkefnið hjá Íslandsstofu og hafa LH og Félag hrossabænda þegar staðfest þátttöku sína.

Sýningin tekur 9 daga og er talið að um 200.000 gestir mæti á sýninguna, um 1.000 hestar eru á svæðinu, 17 sýningarhallir og yfir 40 hestakyn.

Í samtali við Rúnar Þór Guðbrandsson einn af hvatamönnum þess að Ísland verði aftur áberandi segir hann marga hafa sýnt áhuga og þó nokkrir staðfest för sína en íslensku básarnir verða á besta stað í höll 2 sem er fyrir miðju sýningarsvæðinu.