sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Talsverðar breytingar á sýningarhaldi kynbótahrossa

odinn@eidfaxi.is
14. október 2014 kl. 11:06

Sif frá Helgastöðum á kynbótasýningu

Ljóst er að skipuleggja þarf sýningadagskrá næsta sumars, hvað varðar fjölda og staðsetningar sýninga með hliðsjón af breyttri þróun.

Á fundi fagráðs 16.september s.l. komu fram niðurstöður sýningahalds Rannsóknarmiðstöðvar Landbúnaðarins (RML) nú í ár en á fundinn mættu þau Pétur Halldórsson Ráðunautur og Gunnfríður Elín Heiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktarsviðs.

Þau segja sýningarhaldið í ár vera talsvert frábrugðið fyrri árum að því leiti að margar sýningar hafi verið felldar út vegna reglunar um lágmarksfjölda sýndra hrossa á hverri sýningu. Nýja reglan kveður á um að lágmarksfjöldi sýndra hrossa á hverri sýningu skuli vera 30, en undanþegin þessari reglu eru sýningar austanlands sökum fjarlægðar frá öðrum sýningarstöðum.

Alls voru 18 sýningar á áætlun en 7 þeirra hafi verið felldar niður vegna ónógrar þátttöku.

Jafnframt kom fram í yfirliti þeirra að augljóst er að lítil eftirspurn er eftir því að sýna hross snemma að vori en á móti var mikill þrýstingur á að fá pláss á sýningu síðustu tvær vikur sýningahaldsins fyrir Landsmót. Ljóst er að skipuleggja þarf sýningadagskrá næsta sumars, hvað varðar fjölda og staðsetningar sýninga með hliðsjón ef þessari þróun.