fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Talsverð spenna fyrir sölumóti

odinn@eidfaxi.is
3. október 2014 kl. 13:32

Spegill er einn af fjölmörgum keppnishrossum sem koma frá á Sölumótinu

Er haldið á morgun laugardaginn 4.október. Þetta er fyrra mótið af tveimur mótum, seinna mótið verður 7.nóvember í Sprettshöllinni.

Undanfarin ár hafa verið haldin mót þar sem öll hrossin sem keppa eru til sölu, nefnast þessi mót Sölumót. Talsverður fjöldi hrossa er skráður til leiks á mótið sem haldið verður á Skeiðvöllum á morgun, en allt frá upphafi hefur skráning verið góð sem og viðbrögð kaupanda.

Nú styttist í þetta bráðskemmtilega mót sem haldið verður á morgun að Skeiðvöllum líkt og undanfarin ár. Þetta er annað af tveimur sölumótum nú í ár en seinna mótið er föstudaginn 7.nóvember í Sprettshöllinni.

Í samtali við Hallgrím Birkisson á Kirkjubæ einum að aðstandendum mótsins segir hann "Þetta er góð vettvangur til að kom söluhrossum sem tæk eru í keppni á framfæri og þónokkur viðskipti hafa orðið til á þessum mótum. Þetta eru reyndar mest ung hross sem eru að stíga sín fyrstu spor í kepnni en mörg þeirra eiga trúlega eftir að ná langt á þessum vettvangi"

Keppt er í fjórgangi, fimmgangi en að auki í tölti T7 sem er talsvert léttari keppni en tölt T1. Tölt T7 er  keppnisgrein þar sem góðir reiðhestar eiga talsverðan möguleika á að ná langt.

Boðið verður upp á kaffi og með því að hætti Kötu á Skeiðvöllum.