mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Talsverð hrossasala eftir Landsmót

12. júlí 2012 kl. 16:46

Elka Guðmundsdóttir rekur hestasölusíðuna www.hest.is

Segir Elka Guðmundsdóttir, sem rekur hestasölusíðuna www.hest.is og var ein þeirra sem stóð að sölusýningum á LM2012 í Reykjavík.

Elka Guðmundsdóttir rekur hestasöluvefinn www.hest.is. Hún var ein þeirra sem stóð að sölusýningunum á LM2012. Hún segir að talsvert hafi selst af hrossum, bæði á Landsmótinu, en þó einkum eftir mótið.

„Það var töluvert mikil sala eftir sölusýningarnar og ég get fullyrt að vel yfir 30 hross af sýningunum séu nú þegar seld og eru enn að týnast út. Hins vegar voru ekki nema kannski 10 - 12 hross sem seldust á Landsmótinu sjálfu, á þessum sýningum, heldur dagana eftir. Myndbönd og eftirfylgnin hafði þar mikið að segja. en klárlega var búist við meiru, sérstaklega á mótinu sjálfu. En salan er einhæf og bundin við vel tamin og auðveld keppnishross, og þá jafnt geldinga, merar og stóðhesta,“ segir Elka.