laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Talið niður í Fákaflugið

26. júlí 2010 kl. 10:27

Talið niður í Fákaflugið

Fákaflug verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirðið dagana 30.júlí - 2.ágúst n.k. Þar verður keppt í gæðingakeppni, kappreiðum og tölti. Peningaverðlaun verða í tölti og 100m skeiði. Í dag mánudag, er síðasti skráningardagur og skulu skráningar berast á netfangið badboy@simnet.is. Skráningargjöld eru kr. 1000 og skulu greiðast inná: 0310-26-1630, kt. 520705-1630.

Auk spennandi keppni verður skemmtanahald öflugt á Vindheimamelum um næstu helgi. Það verða böll öll kvöld, veitingasala, barnagarður, sölubásar og trúbadorar.

Það er ljóst að miklu verður tjaldað til á Fákaflugi til að gera helgina sem eftirminnilegasta fyrir gesti og þátttakendur.