miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæpur helmingur í 1.verðlaun

odinn@eidfaxi.is
13. nóvember 2014 kl. 08:51

Ölnir frá Akranesi hlaut 8,67 í aðaleinkunn 5 vetra á Sörlastöðum.

Forval sýndra hrossa að aukast og hlutfall 1.verðlauna dóma að hækkar.

Á Hrossaræktarráðstefninni sem haldin var síðustu helgi var farið yfir árið sem er að líða og helstu breitur kynntar. Fjöldi sýndra hrossa er svipaður og í fyrra en það sem óvenjulegt er að aukning verður ekki í sýndum hrossum á landsmótsári. Þetta er trúlega í fyrsta sinn sem landsmótsár sker sig ekki úr samanborið við ár þar sem ekki er haldið landsmót.

Líkleg skýring er að hópur sýndra hrossa er að verða valdari sem þýðir að lakari hrossin eru valin úr heima á búunum. Þetta kristallast m.a. í því að tæpur helmingur sýndra hrossa á Íslandi í ár hljóta 1.verðlauna dóm samanborið við 13% árið 1990 og 11% árið 1991. Í fyrra var hlutfallið um 32% en 37% á landsmótsárinu 2012.

Þessar tölur sýna að forval sýndra hrossa er að aukast og er það trúlega enn meira á landsmótsárum. Einnig virðist sem svo að þegar harðar á dalnum þá fækki sýningum lakari hrossanna.