miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæp tólfþúsund folöld fæddust í fyrra

30. september 2014 kl. 15:00

Árið 2013 fæddust 11.235 folöld samkvæmt skráningum í WorldFeng.

Alls eru 249.782 íslensk hross lifandi í heiminum í dag.

Á síðasta ári fæddust alls 11.235 folöld samkvæmt skráningum í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins.

„Um helmingur þeirra, eða 5.456 folöld fæddust á Íslandi, 2.376 í Þýskalandi, 1.478 í Danmörku, 868 í Svíþjóð, 282 í Noregi, 200 í Austurríki, 184 í Hollandi, 86 í Finnlandi, 66 í Frakklandi, 64 í Sviss, 62 í Bandaríkjunum, 45 í Belgíu, 31 í Kanada, 12 í Bretlandi, 10 í Slóveníu, 4 á Ítalíu og Nýja-Sjálandi, 2 í Lúxemborg, Rúmeníu og Ungverjalandi og 1 í Færeyjum,“ segir á fréttaveitu Worldfengs.

Alls eru 249.782 íslensk hross lifandi í heiminum í dag samkvæmt upprunaættbókinni. Í þessum viðamikla gagnagrunni eru skráð 429.331 íslensk hross og hægt er að rekja ættir margra þeirra aftur til 19 aldar.