mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæma skal taðþrær hesthúsa

11. júní 2015 kl. 19:00

Mannlíf

Leitast skal við að nýta hrossatað til jarðræktar.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur bendir hesthúsaeigendum í Reykjavík á að skv. gr. 5 í samþykkt um hesthús og hesthúsahverfi skal tæma taðþrær reglulega og áður en þær fyllast.

"Þrærnar skulu ávallt tæmdar þegar hross eru komin í haga, þó eigi síðar en 1. júlí ár hvert. Heilbrigðiseftirlitið hvetur því þá hesthúsaeigendur sem ekki hafa tæmt sínar þrær að gera það nú þegar.

Leitast skal við að nýta hrossatað til jarðræktar eða annarra sambærilegra nota, en að öðrum kosti flytja það á þar til ætlaðan móttökustað. Ekki skal dreifa húsdýraáburði á vatnsverndarsvæðum nema með sérstakri heimild Heilbrigðiseftirlits, né heldur á stöðum þar sem hætta er á mengun vatns og jarðvegs.  Mikilvægt er að ganga þrifalega um taðþrær í hesthúsabyggð til að koma í veg fyrir mengun og ónæði af völdum meindýra s.s. flugna sem í taðið sækja," segir í frétt frá Reykjavíkurborg.