föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tæknifrjó umræða í Hestablaðinu

19. október 2011 kl. 10:48

Anders Hansen á Leirubakka er á móti tæknifrjóvgunum í hrossum.

Anders ennþá á móti


Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun 20. október, eru Tæknifrjóvganir í hrossum, sæðingar og fósturvísaflutningar, í Úttekt. Rætt er við Ólaf Einarsson á Torfastöðum, Pál Stefánsson, dýralækni á Stuðlum, Kristinn Hugason, deildarstjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, og Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma.

Einnig er í blaðinu viðtal við Anders Hansen, en hann hefur verið á móti tæknifrjóvgunum í hrossum frá því þær hófust hér á landi. Anders telur það meiri verðmæti fyrir íslendinga til framtíðar að eiga náttúrulega tímgaðan hrossastofn, heldur en sú hagkvæmni sem hugsanlega næst með tæknifrjóvgunum.