sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýningargjöld kynbótahrossa 2012

9. desember 2011 kl. 11:26

Kiljan frá Steinnesi flýgur á skeiði á Kaldármelum 2009. Knapi Þorvaldur Árni Þorvaldsson.

Líkur á hækkun á næsta ári

Líklegt er að sýningagjöld kynbótahrossa hækki á næsta ári. Á októberfundi fagráðs í hrossarækt voru lagðir fram útreiknignar frá þremur búnaðarsamböndum, sem voru með kynbótasýningar á sinni könnu á þessu ári. Verulegur halli er á sýningunum. Talsverð óánægja hefur og komið fram hjá kynbótadómurum með launakjör, auk þess sem eigendur sýningavalla telja afgjald til þeirra of lágt. Ákveðið var á fundinum að funda með hlutaðeigandi aðilum um sýningarhald og gjaldheimtu. Sýningargjald fyrir fulldæmt hross í sumar var 15.000 og 10.500 fyrir sköpulags- eða hæfileikadóm. Búnaðarsamböndin fá 7.108 krónur, launahlutur er 2.532, og afgjald til valla 1.491.