laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýningar að fyllast

odinn@eidfaxi.is
25. maí 2014 kl. 16:32

Kynbótasýningar

Biðlisti á sýningar á Gaddstaðaflötum

Nú eru kynbótasýningar á suður- og vesturlandi óðum að fyllast en samkvæmt frétt á vef RML eru sýningarnar á Gaddstaðaflötum fullar og talsverður biðlisti eftir tímum þar. Samkvæmt Worldfeng er seinni vikan á Miðfossum líka full og lokað hefur verið fyrir skráningar þar. 

Hámarksfjöldi hrossa í seinni viku á Miðfossum eru 180 hross, fyrri vika á Gaddstaðaflötum annar 204 hrossum og seinni vikan 182 hrossum. Því komast alls 566 hross sem þessar sýningar taka en enn þá er opið fyrir skráningar í fyrri vikuna á Miðfossum, auk sýninga norðan heiða.

Samkvæmt heimildum Eiðfaxa kemur til greina að bæta við dögum á þær sýningar sem fyllst hafa en biðlistar hafa verið gerðir til þess að framkvæmdaaðilar geti áttað sig á hve mikil þörf er á fleiri sýningardögum.

Oft áður hafa sýningar fyllst en ávalt hefur sá vandi verið leystur og fágætt er að hross sitji eftir og komist ekki að. Í þessu sem svo mörgu öðru "reddast" þetta en frægt er þegar skáldið sagði "Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili"