föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýning ræktunarbúa á Heimsmeistaramótinu

16. júní 2015 kl. 09:06

Hraunar frá Efri-Rauðalæk og Magnús Skúlason

Kynningarsvæði fyrir ræktendur í Herning.

Á heimsmeistarmótinu verður boðið upp á kynningarsvæði fyrir ræktendur – hið svokallaða Ræktenda-kaffihús (Breeders cafe). Það verður í höll Q, rúmgóðri höll í miðju svæðisins.

Ræktunarbú – kynningarbásar á Ræktenda kaffihúsinu

Ræktendum stendur til boða að kynna bú sín og sína ræktun á Ræktenda- kaffihúsinu á heimsmeistarmótinu gegn vægu gjaldi (ekki eiginlegir sölubásar).

Ræktendur geta kynnt bú sín og sína starfsemi á kynningarbásum í höllinni.

Kostnaðurinn er 300€. Mögulegt er að panta húsgögn til að hafa í básnum og skapa með því aðlaðandi umhverfi. Þetta er gert ræktendum til hægðarauka svo þeir þurfi eingöngu að koma með upplýsingar og kynningarefni.

Ef þú hefur áhuga á kynningarbás, hafðu vinsamlega samband við framkvæmdaraðila á: info@vm2015.org

Sýning ræktunarbúa

Sýning ræktunarbúa verður mikilvægur hluti af kvölddagskrá heimsmeistarmótsins. Besta búið verður valið af áhorfendum.

Sýning ræktunarbúa fer fram 7. ágúst klukkan 19:00 (tilkynnt með fyrirvara).

Átta bú frá FEIF löndunum hafa 6 mínútur til að sýna hross frá búinu og sigurvegari kvöldsins verður valinn af áhorfendum (símakosning).

Reglur:

  • Að hámarki 8 hross frá hverju búi og að lágmarki 4 hross.
  • Valið verður eftir árangri hrossanna í kynbótadóm eða keppni.
  • Bú fra nokkrum löndum verða valin.
  • Öll hrossin í hverri sýningu verða að vera ræktuð á búinu, ekki skiptir málinu hvort hrossin eru ræktuð í sama landinu en skilyrði er að sami ræktandinn standi að baki hverju hrossi.
  • Sömu reglur gilda um fótabúnað og gilda í keppni eða kynbótadómi.
  • Hrossin verða að standast dýralæknaskoðun og reglur sem gilda um bólusetningar á heimsmeistaramótinu: (http://www.feif.org/service/documents/rulesandguidelines.aspx)

Ekkert gjald er tekið fyrir sýninguna en uppihald hrossanna verður rukkað af framkvæmdaraðilum mótsins (80 € + 15 € fyrir hvern auka dag en innifalið í gjaldinu er hey, undirburður og stía).

Skráning verður að berast á skrifstofu FEIF (office@feif.org) fyrir 26. Júní 2015 og umsækjendur verða látnir vita fyrir 1. Júlí en valið verður framkvæmt af ræktunarnefnd FEIF.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökunum og RML.