miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýning og móttaka í TopReiter höllinni

23. október 2010 kl. 00:00

Sýning og móttaka í TopReiter höllinni

Ekki er hægt að segja annað en að Léttisfélagar taki vel á móti þingfulltrúum enda er andrúmsloftið notalegt...

og allir ánægðir. Hitnað getur þó í kolunum á morgun, enda er allt í lagi að menn takist á málefnalega, ef aðeins réttu og bestu lausnirnar finnast.
Í lok fyrri þingdags bauð Léttir til veitinga og sýningar í TopReiter höllinni. Nokkrir hestamenn tóku ágæta hesta til kostanna og tókst vel upp miðað við árstíma og veikindasumar. Hólmgeir Valdimarsson heilsaði hressilega uppá sýningargesti, enda alltaf vel ríðandi kallinn sá.
Eftir sýninguna gæddu gestir sér á léttum veitingum og var aðeins sungið í rútunni á leið á hótelin.

Hér fylgja með myndir af nokkrum hestanna.