mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla

19. nóvember 2015 kl. 09:47

Hekla verður með sýnikennslu á Flúðum.

Föstudagskvöldið 27 nóvember í Reiðhöllinni á Flúðum mun Hekla Katharína Kristinsdóttir koma og sýna það helsta sem hún leggur áherslu á við uppbyggingu og þjálfun hesta . Hekla hefur verið áberandi á keppnisvellinum og á kynbótabrautinni um langa hríð. Gaman er að geta þess að Hekla er ein þriggja knapa sem sýndu hross á kynbótabrautinni á þessu ári áverkalaust. Sýningin hefst stundvíslega klukkan 20:30. Aðgangseyrir 1500 kr, best að koma með seðla. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Hestafólk er hvatt til að láta þetta ekki framhjá sér fara.