fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla um taumsambandið

17. janúar 2012 kl. 08:13

Sýnikennsla um taumsambandið

Anton Páll Níelsson mun halda sýnikennslu að Sörlastöðum miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20:00.

Það er mikill fengur að fá að sjá hvernig Anton Páll vinnur með sín hross, en hann hefur verið einn af aðalkennurum við Háskólann að Hólum til fjölda ára. Hér mun hann leggja aðaláherslu á taumsambandið, en hver vill ekki hafa hestinn sinn taumléttan og góðan í beisli.
 
Staður: Sörlastaðir Hafnarfirði
Tími: 20:00
Aðgangseyrir: 1000 kr
 
Allir velkomnir
 
Fræðslunefnd Sörla