miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla hjá Olil Amble

odinn@eidfaxi.is
18. mars 2014 kl. 10:40

Álfhildur og Olil

Til styrktar Rangárhöllinni.

Olil Amble verður með sýnikennslu í Rangárhöllinni á morgun miðvikudaginn 19. mars kl 20.

"Sýnikennslan er til styrktar Rangárhöllinni og er miðaverð einungis 1500 kr og frítt fyrir börn 13 ára og yngri. Þetta er sýnikennsla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara þar sem Olil Amble hefur tamið og þjálfað hesta með frábærum árangri. Nýverið sigraði Olil gæðingafimi meistaradeildarinnar með met einkunn. Hittumst hress og kát og fylgjumst með snillingi að störfum við sínar þjálfunaraðferðir um leið og við látum gott af okkur leiða," segir í fréttatilkynningu.