föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla og sölusýning á fimmtudag

28. mars 2011 kl. 23:27

Sýnikennsla og sölusýning á fimmtudag

Fimmtudaginn 31. mars verður mikið um að vera í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.

Háskólinn á Hólum mun vera með kynna starfsemi sína kl. 17 með sýnikennslum og fræðslu. Ný námsskrá verður kynnt og  þær breytingar sem verða á skólanum nú þegar skólinn er kominn á háskólastig.  Aðgangur er frír og  opinn öllum.

Kl. 20 þann sama dag mun fara fram stórsölusýning þar sem tuttugu söluhross verða kynnt og áhugasömum kaupendum gefst kostur á að kynnast hrossunum og tala við seljendur. Ljósmyndir og myndbönd frá sýningunni verða síðan birt á  Hestaleit.is þar sem hrossin verða auglýst til sölu.

Enn eru nokkur sölupláss laus og er seljendum bent á að hafa samband í síma 896-5777 og 821-2804 eða í netföngin: jatvardur@hringdu.is og eysteinnl@simnet.is. Skráning kostar 5.000 kr.