laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla með Þorvaldi Árna

odinn@eidfaxi.is
6. október 2014 kl. 16:25

Þorvaldur Árni á Þrumufleyg frá Álfhólum

Á morgun 7. október kl 19:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Hestamannafélagið Sörli og Þorvaldur Árni Þorvaldsson standa fyrir sýnikennslu á morgun, þriðjudaginn 7. október kl 19:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Verð kr. 1.000 og allir velkomnir.

Sýnikennslan markar upphaf námskeiðsins Þjálfað með Þorra þar sem Þorvaldur sýnir sínar aðferðir við þjálfun og uppbyggingu hrossa. Verkleg kennsla hefst síðan 14. október. Þrjú sæti eru enn laus á námskeiðið og áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=addKær kveðja
Brynja Björk Garðarsdóttir, rekstrarstjóri
Hestamannafélaginu Sörla