fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla með Þórdísi Erlu

16. apríl 2013 kl. 14:38

Sýnikennsla með Þórdísi Erlu

„Þórdís Erla Gunnarsdóttir verður með sýnikennslu í Léttishöllinni á Akureyri laugardaginn 20. apríl klukkan 15:00.  Þórdís mun mæta með hryssuna Ösp frá Enni í kennsluna og deila með okkur reynslu sinni.


Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur hann allur til unglingaráðs Léttis.  

Fyrir hönd Léttis vil ég þakka Þórdísi kærlega fyrir að leggja okkur lið með þessum hætti og styðja við bakið á félaginu og miðla af reynslu sinni.

Þórdís mun koma fram á sýningunni Fákar og fjör og meðal annars sýna stóðhestinn Gaum frá Auðholtshjáleigu og er hún hér á honum á myndinni,“ segir í tilkynningu frá Andreu Þorvaldsdóttur Formanni Hestamannafélagsins Léttis.