þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth

10. janúar 2011 kl. 10:43

Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth

Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 15. Janúar  n.k. kl. 1830...

Aðgangur aðeins 1500kr.
Mette er óþarft að kynna sérstaklega hún hefur náð frábærum árangri í bæði  sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta.
Þetta er önnur sýnikennslan sem hún  heldur að þessu sinni í Faxaborg. Það verður fræðandi og  gaman að sjá hvernig hún heldur áfram að sýna okkur þær aðferðir sem hún notar við þjálfun og uppbyggingu sinna hesta.
Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum allt áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér  fara.