miðvikudagur, 19. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla með Mette Mannseth

20. febrúar 2010 kl. 09:27

Sýnikennsla með Mette Mannseth

Fræðslunefnd Fáks auglýsir sýnikennslu með Mette Mannseth, laugardaginn 20.febrúar 2010, í Reiðhöllinni í Víðidal kl. 17:00. 

Áhersla sýnikennslunnar mun verða á þjálfun reið- og keppnishesta, þar sem sýnd verða mikilvægi vinnubragða við hendi og á baki. Komið, sjáið og fræðist um gagnleg atriði í þjálfun hesta frá einum fremsta reiðkennara landsins.

Miðaverð aðeins 1.000 kr fyrir fullorðna, 15.-18.ára greiða 500 kr og frítt fyrir börn 14. ára og yngri. Allir velkomnir.

Kveðja frá Fræðslunefnd Fáks