föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnikennsla í með Jakobi Sigurðssyni

6. apríl 2013 kl. 16:51

Sýnikennsla í með Jakobi Sigurðssyni

“Á miðvikudaginn 10.apríl n.k.  kl. 20.30  verður haldin sýnikennsla með Jakobi Sigurðssyni í reiðhöllinni í Borgarnesi.  Þar sem Jakob sýnir þjálfunaraðferðir sem hann notar. Jakob þarf vart að kynna, hann er einn okkar besti keppnis- og sýningarknapi. Var valinn íþróttaknapi 2012, m.a. tvöfaldur Íslands meistari.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri sem þarna gefst.

Að lokinni sýnikennslu verður kynning á hinni nýju keppnisgrein  Töltfimi.  Trausti Þór Guðmundsson  mun  þar miðla af sinni alkunnu snilld.  

Miðaverð er kr. 2.500 , börn 6-12 ára kr. 1.000, yngri enn 6 ára frítt  innifalið í miðaverði er happdrættismiði og eru margir góðir folatollar í vinning.    

Allur ágóði rennur til reiðhallarinnar Faxaborgar. 

Allir velkomnir,“ segir í tilkynnigu frá Stjórn Faxaborgar