laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýnið aðgát næstu daga

28. desember 2014 kl. 17:10

Flugeldar.

Tími flugeldanna er runninn upp.

Frá því í dag 28. desember og fram til 6. janúar nk. (að báðum dögum meðtöldum) er almenn notkun á skoteldum leyfð og því er ekki úr vegi að minna hestamenn á að fara öllu með gát næstu daga.

Dýraeigendum er ráðlagt að passa upp á að dýrin fari ekki sjálfum sér að voða eða valdi skaða í hávaðanum og ljósadýrðinni sem fylgir skrauteldunum. Inn á heimasíðu Matvælastofnunnar er góð grein um dýrahald og flugelda.