miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sýn Reynis varð að veruleika

8. nóvember 2015 kl. 09:00

Halldór Guðjónsson í Dallandi hefur kennt Reiðmanninn frá haustinu 2008 og var fyrsti reiðkennarinn til að kenna utan Miðfossa þar sem kennslan fór fram fyrsta árið.

Um 300 manns hafa klárað Reiðmanninn.

Reiðmaðurinn er tveggja ára nám fyrir hinn almenna hestamann sem endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans heldur utan um. Mikill áhugi er á náminu sem nú er boðið upp á níunda árið í röð, en nemendahópurinn er afar fjölbreyttur og aldursbilið breitt. 

„Rétt um 300 manns hafa klárað Reiðmanninn og í ár eru 24 að taka annað árið og þrír hópar, samtals 34 nemendur, að byrja á fyrsta ári,“ upplýsir Heimir en honum kemur þessi áhugi fólks ekki á óvart. „Þetta er alveg óunninn markaður, fram að því að Reiðmað­ urinn leit dagsins ljós var ekkert markvisst nám í boði fyrir almenna hestamenn en við höfum fundið fyrir því að almenningur vill bæta sig og læra meira.“

Umfjöllun um Reiðmanninn er að finna í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að nálgast hann í hestavörubúðum landsins en einnig er hægt að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóst eidfaxi@eidfaxi.is