föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svör við spurningum til Fagráðs

Óðinn Örn Jóhannsson
4. apríl 2018 kl. 08:32

Kynbótasýning - stökk. knapi Hanne Smidesang.

Nýr Eiðfaxi kominn til lesenda.

Í síðasta tölublaði vakti grein Loga Laxdal um val á Ræktunarmanni sem fagráð veitir talsverða athygli og umræðu. Í framhaldinu er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Eiðfaxa sem nú er kominn til lesanda.

Eiðfaxi sendi Fagráði spurningar sem endurspegla þá umræðu sem varð í kjölfar greinarinnar og eru svörin birt í nýjasta tölublaði Eiðfaxa.

Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Í grein Loga Laxdal nefnir hann að ræktendum hrossa á bak við tilnefninguna hafi verið breytt á óeðlilegan hátt. Vissi Fagráð af þessum breytingum þegar ákveðið var að verðlauna þetta bú? 

2. Hilmar Sæmundsson er nefndur í grein Loga en hann getur ekki verið ræktunarmaður ársins samkvæmt reglunni um að hafa ræktað a.m.k fjögur hross. Stenst þetta reglur um ræktunarmann ársins? 

3. Hefur það komið til tals í Fagráði að endurúthluta titlinum fyrir 2017 í ljósi þess sem síðar hefur komið á daginn?

4. Hvað þarf að standa að baki nýrri reglu um að tengja saman tvö bú (upprunanúmer), verður fólk að sýna fram á sameiginlegan rekstur á einhvern hátt?

Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda póst á eidfaxi@eidfaxi.is en einnig fæst blaðið í öllum helstu hestavöruverslunum landsins og á bensínstöðvum N1.