föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svona þjálfar heimsmeistari

15. apríl 2011 kl. 13:10

Svona þjálfar heimsmeistari

Hann er í efsta sæti á heimslistanum í þremur af fjórum skeiðgreinum. Á HM 2009 fékk hann hin eftirsóttu verðlaun FEIF, Fjaðurverðlaunin, fyrir góða reiðmennsku og hestamennsku, valinn úr hópi tvö hundruð keppenda.

„Mér finnst gaman að ríða hratt, fínlega og mjúkt,“ segir Guðmundur Einarsson þegar hann lýsir því hvað heillar hann mest.

Guðmundur er íslenskur ríkisborgari en hefur búið í Svíþjóð síðan 2002 og keppir fyrir sænska landsliðið. Hann hefur unnið mörg gullverðlaun á geldingnum sínum honum Sprota frá Sjávarborg, sem hafnaði hjá Gumma eiginlega fyrir mistök.

Í öðru tölublaði Eiðfaxa segir Guðmundur Einarsson söguna um Sprota, lýsir þjálfunarferli þeirra fyrir stórmót en hann stefnir aftur með Sprota á HM í Austurríki í ágúst.

Verið er að dreifa nýjasta tölublaði Eiðfaxa á sölustaði í dag og mun það berast inn um lúgu áskrifenda á mánudag. Eiðfaxi minnir áskrifendur þó enn á að þeir hafa rétt á fríum aðgangi að rafrænni útgáfu Eiðfaxa.

Blaðið er nú þegar kominn á vefinn – hér.

Margir áskrifendur nýta sér kosti hins rafræna sniðs, m.a. til að bera augum video, fletta í eldri blöðum o.s.frv.

Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.

Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að rafræna blaði Eiðfaxa.