fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svolítil dramadrottning

30. maí 2015 kl. 15:00

Melkorka frá Hárlaugstöðum hefur heillað marga í vetur fyrir vasklega framkomu og fallegan höfuðburð. „Hún gerir þetta bara sjálf, ég geri ekkert nema sitja á henni og stýra henni,“ segir Lena sem hér spjallar við drottninguna.

Í heimsókn hjá tamningakonunni Lenu Zielniski.

Lena Zielinski hefur verið áberandi undanfarið á keppnisvellinum jafnt sem á kynbótabrautinni. Hún hefur farið mikinn á vel uppsettum glæsihrossum, má þar nefna fremst í flokki Melkorku frá Hárlaugsstöðum. Lena er nú búsett á Efra-Hvoli og rekur þar tamningastöð og hrossarækt.

Þegar litið er yfir hesthúsið grípur augað ákaflega fögur hryssa.  Sú rauða horfir yfir hesthúsið hnarreist með drottingarglampa í augum.  „Þetta er hún Melkorka frá Hárlaugsstöðum,“ segir Lena og kímir. „Hún er ákaflegamikill gæðingur en mjög sérstök líka, svolítil dramadrottning.“ Þær Lena og Melkorka hafa gert það gott í vetur en þær sigruðu slaktumatölt Meistaradeildarinnar, urðu fimmtu í töltinu svo og aðrar á ístöltmótinu Svellköldum. „Hún gerir þetta bara sjálf, ég geri ekkert nema sitja á henni og stýra henni. Það hefur þó tekið frekar langan tíma fyrir Melkorku að ná upp almennilegum styrk, hún er svo stór og mikil lengd í henni. Núna er hún 9 vetra og loksins komin með virkilega gott þol.“ segir Lena.

Lena Zielinski er í viðtali í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.