sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svo lengi lærir sem lifir

11. apríl 2013 kl. 22:53

Svo lengi lærir sem lifir

Síðastliðin miðvikudag héllt Jakob Svavar Sigurðsson sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi við góðar undirtektir. Mikil aðsókn var að sýningunni og mikill áhugi hjá fólki að heyra hvað hann hafði fram að færa. Jakob kom fram með þrjú hross, það fyrsta var Eldur frá Köldukinn sem Jakob sigraði á “þeir allra sterkustu”. Annað hrossið sem Jakob kom fram með var Alur frá Lundum, en þeir urðu tvöfaldir íslandsmeistarar á síðasta ári. Þriðja hrossið var Jakob svo með við kynningu á töltfiminni, en þar var Trausti Þór Guðmundsson sem kynnti þá nýju keppnisgrein fyrir áhorfendum sem gaman var að fylgjast með.

 

Meðal þess sem farið var í á sýnikennslunni var:

  • Farið var í mikilvægi grunnábendinga fyrir hest og knapa, mikilvægi þess að hestur kunni að fara af stað, stoppa og fylgja taum áður en lengra væri haldið.
  • Mikilvægi notkunar á hvatningu með innri fæti yfir í ytri taum.
  • Stjórnun á spennustigi hestsins. Að viðhalda jákvæðri spennu, að geta látið hestinn slaka á hvenær sem er.
  • Mikilvægi þess að hesturinn hugsi áfram og knapinn umbuni á réttum tíma
  • Vinna með hest í lágri reisingu sem þáttur í að viðhalda mýkt, þjálni, spennustjórnun ofl.
  • Niðurhæging með hvatningu og sæti
  • Mikilvægi þess að knapar fari í sjálfsskoðun og vinni í að bæta jafnvægi hjá sjálfum sér.
  • Virkni góðra gangskiptinga á jafnvægi hestsins
  • Hraðastjórnun án taums
  • Hraðaaukning og mikilvægi þess að opna leiðina fram með mjúkri hönd.