föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svíþjóð með sterkt lið á HM?

26. júní 2019 kl. 12:00

Kristján Magnússon og Óskar frá Lindeberg

Í Svíþjóð fór fram fyrir stuttu sterkt world ranking íþróttamót í Backome

Fjórgang meistra sigraði Kristján Magnússon á stóðhestinum Óskari frá Lindeberg. Óskar þessi er undan Oliver frá Kvistum og Fram frá Lindeberg. Hesturinn er einungis sjö vetra en virðist vera á góðri leið miðað við einkunnir. Í forkeppni í fjórgangi var einkunn þeirra 7,37 en þeir sigruðu A-úrslitin með 7,30 í einkunn. Þeir stóðu einnig efstir að lokinni forkeppni í tölti og hluti í einnkunn 8,00. Þeir mættu hins vegar ekki til úrslita í tölti.

Vignir Jónasson og Viking frá Österaker sigruðu A-úrslit í tölti T1 með 8,33 í einkunn. Vignir mætti einnig með Viking til leiks í fimmgangi og hlaut hann í forkeppni 7,77 en í úrslitum 7,79. Hann sigraði með miklum yfirburðum rúmlega heilum hærri en næsti keppandi sem var með 6,76 í einkunn.
Vignir sigraði einnig slaktaumatölt á Mímir frá Lindarbakka en hann hélt 1.sætinu frá því í forkeppni og var einkunn þeirra í A-úrslitum 7,71.

Skeiðgreinar

Gæðingaskeið  á þessu sama móit sigraði Marcus Jonsson og Silfurtoppur frá Kaldbak með 7,42 í einkun. 100 metra skeið Carina Jylaback og Jóra frá Lövhagen en tími þeirra var 7,50 sekúndur. Heimsmeistarinn í 100 metra skeiði frá því á síðastliðnu heimsmeistaramóti, Charlotte Cook, varð í þriðja sæti á Sælu frá Þóreyjarnúpi, tími þeirra 7,70 sekúndur. En þær sigruðu 250 metra skeið á tímanum 22,10 sekúndum. Í öðru sæti varð Helena Kroghen á Tuma frá Borgarhóli en tími þeirra var 22,60 sekúndur.

Magnús Skúlason í stuði

Einn eftirminnanlegasti sigur á síðastliðinu heimsmeistaramóti var sigur þeirra Magnúsar Skúlasonar og  Völsu frá Brösarpsgarden í gæðingaskeiði. Magnús var ekki skráður til leiks í Backome en hann keppti hins vegar á worldranking móti í Everöd þanng 21-26 maí 2019. Þar hlaut hann í gæðingaskeiði 8,59 og sigraði einnig 100 metra skeið á tímanum 7,67.

Á þessu sama mót náði Katie Sundin Brumpton góðum árangri í tölti á Smára frá Askagarden og hlaut hún 8,10 í forkeppni.

Þetta er einungis brot af þeim góða árangri sem knapar í Svíþjóð eru að ná og lítur út fyrir að hægt verði að stilla upp sterku Sænsku landsliði.