sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svisslendingar orðnir þriðju stærstu kaupaðilarnir-

14. október 2011 kl. 18:54

Svisslendingar orðnir þriðju stærstu kaupaðilarnir-

Í ár hafa 844 hross yfirgefið fósturjörðina á vit nýrra heimahaga í Evrópu og Ameríku, 76 þeirra fóru í morgun. Miðað við fjöldann nú má búast við að fjöldi útfluttra hrossa verði töluvert lægri en undanfarin ár, miðað við eftirfarandi tölur um fjölda útfluttra hrossa sem fengnar voru frá Bændasamtökum Íslands:

Ár - Fjöldi
2010 - 1158
2009 - 1588
2008 – 1776
2007 – 1497
2006 – 1360
2005 - 1501
 

Í ár hafa 35% hrossanna, 292 talsins, farið til Þýskalands, 117 þeirra fóru til Danmerkur og 102 til Svíþjóðar. Er það nokkuð í takt við hlutfall fyrri ára þar sem fyrrnefnd lönd hafa tekið við bróðurpart þeirra hrossa sem flutt hafa verið út.

Þó sætir það nokkrum tíðindum hvað Svissneskur markaður hefur stækkað, því alls hafa 116 hross farið til Sviss á árinu og hafa þau aldrei verið fleiri.

Fjöldi hrossa eftir útflutningslöndum árið 2011 (miðað við daginn í dag):

FO: Faroe Islands - 11
GB: Great Britain -12
NL: Netherlands - 15
BE: Belgium - 7
DE: Germany - 292
SE: Sweden - 102
DK: Denmark - 117
FI: Finland - 38
ES: Spain - 1
US: United States - 15
CH: Switzerland - 116
FR: France - 11
AT: Austria - 59
NO: Norway - 47
SI: Slovenia - 1
Heildarfjöldi: 844