föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sviss og Austurríki meðal stærstu kaupaðila

29. nóvember 2012 kl. 11:20

Sviss og Austurríki meðal stærstu kaupaðila

Útflutningur hefur verið með besta móti síðla árs. Nú í lok nóvember hafa 1225 hross yfirgefið fósturjörðina á vit nýrra heimahaga í Evrópu og Ameríku. Þjóðverjar eru, eins og fyrri ár, langstærstu kaupaðilar hrossa frá Íslandi, en 485 hross hafa farið til Þýskalands það sem af er ári. Alls hafa 146 hross farið til Svíþjóðar.

Þriðju stærustu kaupaðilarnir, annað árið í röð, eru Svisslendingar – en þangað hafa 130 hross farið. Sætir það einnig tíðindum að Austurríkismarkaður hefur greinilega stækkað því aldrei hafa fleiri hross farið þangað á einu ári – þau eru nú 110 talsins.

Fjöldi hrossa eftir útflutningslöndum árið 2012 (miðað við daginn í dag). 

 1. Þýskaland 485
 2. Svíþjóð 146
 3. Sviss 130
 4. Austurríki 110
 5. Danmörk 102
 6. Noregur 70
 7. Holland 43
 8. Bandaríkin 40
 9. Frakkland 28
 10. Finnland 26
 11. Bretland 17
 12. Belgía 13
 13. Færeyjar 7
 14. Spánn 3
 15. Slóvenía 3
 16. Ítalía 2

Heimild: Worldfengur upprunaættbók Íslenska hestins.