mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sviptingar í unglingaflokki

26. júní 2012 kl. 17:20

Sviptingar í unglingaflokki

Nokkrar sviptingar hafa orðið í unglingaflokk nú í seinni hluta forkeppninnar.

Dagmar Öder Einarsdóttir hjá hestamannafélaginu Sleipni skaust í efsta sæti þegar hún hlaut 8,70 fyrir glæsilega sýningu á hryssunni Glódísi frá Halakoti. Þá fékk Geysisstúlkan Guðmunda Ellen Sigurðardóttir 8,64 í einkunn fyrir kröftuga sýningu á Blæju frá Háholti og Fáksstelpan Rakel Jónsdóttir fékk 8,55 fyrir settlega sýningu á stóðhestinum Íkon frá Hákoti.