laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svipir fortíðar

Jens Einarsson
25. júlí 2009 kl. 08:52

Stundum sér maður í ungum hrossum svipi úr fortíðinni. Maður áttar sig ekki alltaf á því þá stundina hvaðan þeir koma. En seinna koma í hugann myndir sem tengjast saman og ljósið kviknar. Þetta upplifði ég þegar ég sá Kappa frá Kommu á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum í fyrra. Mér fannst ég hafa séð þennan hest áður. En ég var ekki viss um hvar.

Kappi er tvímælalaust einn athyglisverðasti stóðhestur sem fram hefur komið á síðari árum. Léttleikinn, frjálsleikinn og rýmið í hreyfingunum er óvenjulegt. Skásettir bógar, hátt settur háls og klipin kverk auðvelda honum reisingu og framgrip. Og það voru einmitt þessir útskotnu, skásettu bógar og klipna kverk sem vöktu athygli mína. Hvar hafði ég séð þennan framhluta áður? Svarið kom þegar ég var að fletta gömlum blöðum í vetur. Kolskeggurfrá Flugumýri. Það er hesturinn! Ekki bara hann einn og sér, heldur synir hans tveir, Ófeigur og Freyr frá Flugumýri.

Nánar er fjallað um málið í mánaðarritinu Hestar og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.