fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svigrúm til að bæta við hrossum

26. maí 2015 kl. 16:00

Eydís frá Eystri-Hól. Knapi Ævar Örn Guðjónsson.

Framlengdur skráningarfrestur á kynbótasýningu í Víðidal.

Skráningarfrestur á kynbótasýningar í Víðidal, Gaddstaðaflötum og Miðfossum rann út síðastliðinn föstudag.

Miðað við þær skráningar sem komnar voru inn þegar skráningafresti lauk er nú búið að manna sýningar og festa sýningardaga. Þar sem svigrúm er til að bæta  hrossum við kynbótasýningu í Víðidal 8.-12. júní hefur verið opnað á skráningu til að fylla í þau pláss á þessari tilteknu sýningu, samkvæmt frétt frá RML.

Skráning verður opin fram að miðnætti föstudags 29. júní eða þar til sýning fyllist.