laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svíar væntanlega sterkir í skeiðgreinum og fimmgangi

13. júlí 2010 kl. 13:02

Svíar væntanlega sterkir í skeiðgreinum og fimmgangi

Svíar ætla að tilkynna landsliðið sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar á Norðurlandamótinu á morgun.

Það má búast við sterku liði frá Svíþjóð enda hafa Svíarnir hin síðari ár verið með mjög sterka skeiðhesta en á sænska meistaramótinu um helgina var fimmgangurinn gríðarlega sterkur. Meistaramótin í Skandinavíu ráða miklu þegar þær þjóðir velja sín landslið og oftar en ekki eru liðin tilkynnt að þeim loknum. Eitthvað hafa Svíar talið sig þurfa að skoða málin betur og væntanlega styrkja fjórgangsvænginn svo það verður spennandi að fylgjast með þegar liðið verður tilkynnt á morgun. -hg