þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svíar unnu liðakeppnina

10. ágúst 2015 kl. 13:00

Guðmundur Einarsson sigraði 250m. skeiðið og varð annar í gæiðngaskeiði á Sprota frá Sjávarborg.

Sterkir í skeiðgreinunum.

Svíar unnu liðakeppnina og hömpuðu því liðabikarnum en Ísland hefur oftast unnið liðakeppnina og sigraði hana m.a. í Berlín. Svíar stóðu sig vel á mótinu og hömpuðu fimm gullum og einu silfri. Liðakeppnin er reiknað út frá árangri allra knapa í liðinu.

Þeir sem enduðu á palli fyrir hönd Svía eru eftirfarandi: 

Gull slaktaumatölt - Vignir Jónasson og Ivan fran Hammarby
Gull 250 metra skeið - Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg
Gull 250 metra skeið ungmenni - Annie Ivarsdottir og Prins från Wreta
Gull 100 metra skeið ungmenni - Moa Runnqvist og Mökkvi från Åleby
Gull fjórgangur ungmenni - Pierre Sandsten Hoyos og Falki från Karlsro
Silfur gæðingaskeið -  Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg