mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Svellkaldar konur og glæsileg hross - myndir

13. mars 2011 kl. 14:37

Svellkaldar konur og glæsileg hross - myndir

Hundrað glæsilegar konur létu ljós sín skína á skautasvellinu í Laugardal í gær þegar töltmótið “Svellkaldar konur” fór fram.

Keppt var í þremur flokkum og var til mikils að vinna; eignagripir auk stærðarinnar farandgripa, armbandsúr, folatollar og beislissett og fleiri aukaverðlaun. Keppendur voru á fjölbreyttum aldri, allt frá ungum og efnilegum hestakonum upp í reynslumiklar konur í fremstu röð.

Í flokkinum Minna vanar, stigu margar konur sín fyrstu skref á keppnisbrautinni. Hin unga og efnilega Halldóra Baldvinsdóttir kom sá og sigraði á gæðingnum Hjálpreki frá Torfastöðum, en þau voru jafnfram valin glæsilegasta parið í flokkinum. Sjöfn Sóley Kolbeins og Glaðdís frá Kjarnholtum I tryggðu sér annað sæti og Sigríður Th. Kristinsdóttir og Tíbrá frá Minni-Völlum urðu þriðju.

Í flokki meira keppnisvanra kvenna mættu mörg glæsileg keppnispör til leiks. Engin gat hins vegar skákað Signe Bache og sjarmahryssunni Trillu frá Þorkelshóli 2, sem sigruðu flokkinn nokkuð örugglega. Kristín Ísabella Karelsdóttir og Þoka frá Breiðumörk 2 urðu í öðru sæti og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju urðu þriðju.

Í opnum flokki öttu kappi margar af keppnisreyndustu konum landsins. Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum sigruðu með glæsilegri og öruggri sýningu. Lena Zielinski var önnur á Gaum frá Dalsholti en Bylgja Gauksdóttir tryggði sér bronsið á Hersveini frá Lækjarbotnum. Þau voru jafnfram valin glæsilegasta parið í flokknum. Fast á hæla hennar kom svo móðir Bylgju, Pálína Margrét Jónsdóttir á Grýtu frá Garðabæ en þær tryggðu sér keppnisrétt í A-úrslitum með því að sigra B-úrslit.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu í gær.

Úrslit:

Minna vanar

1. Halldóra Baldvinsdóttir og Hjálprekur frá Torfastöðum
2. Sjöfn Sóley Kolbeins og Glaðdís frá Kjarnholtum I
3. Sigríður Th. Kristinsdóttir og Tíbrá frá Minni-Völlum
4. Stella Björg Kristinsdóttir og Skeggi frá Munaðarnesi
5. Drífa Danielsdóttir og Háfeti frá Þingnesi (úr B-úrslitum)
6. Eyrún Guðmundsdóttir og Freyr frá Hvítárvöllum

Meira vanar

1. Signe Bache og Trilla frá Þorkelshóli 2
2. Kristín Ísabella Karelsdóttir og Þoka frá Breiðumörk 2
3. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju
4. Erla Katrín Jónsdóttir og Vænting frá Ketilsstöðum (úr B-úrslitum)
5. Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Þór frá Þúfu
6. Asa Ljungberg og Nói frá Garðsá

Opinn flokkur

1. Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Mið-Fossum
2. Lena Zielinski og Gaumur frá Dalsholti
3. Bylgja Gauksdóttir og Hersveinn frá Lækjarbotnum
4. Pálína Margrét Jónsdóttir og Grýta frá Garðabæ (úr B-úrslitum)
5. Hulda Gústafsdóttir og Njáll frá Friðheimum
6. Heiða Dís Fjeldsteð og Lukka frá Dúki