þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sveinn nýr formaður Félags hrossabænda

15. nóvember 2013 kl. 20:39

Sveinn Steinarsson er nýr formaður Félags hrossabænda.

Kristinn Guðnason kveður eftir 14 ár í formannsstóli.

Sveinn Steinarsson er nýr formaður Félags Hrossabænda. Hann var einn í framboði og var kjörinn í lok aðalfundar félagsins í dag. 

Sveinn tekur við starfi Kristins Guðnason sem hefur sinnt því í 14 ár. Sveinn hefur verið formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í árabil og er hrossabóndi í Litlalandi í Ölfusi.

Formaður Félags hrossabænda er kjörinn til þriggja ára í senn.