miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sveinn Hjörleifsson látinn

25. janúar 2017 kl. 19:06

Svenni Hjörleifs

Útför Svenna verður gerð frá Bústaðarkirkju á morgun.

Þann 14. janúar lést góður vinur og félagi Svenni Hjörleifs.  Svenni var fæddur árið 1952, þannig að hann var aðeins á 65. aldursári.  Sveinni  átti langa sögu í íslenskri hestamennsku, vann t.a.m. mikið fyrir Sigurbjörn á Stóra-Hofi, og síðar Bæring á Stóra-Hofi.  Hann var í Álfsnesi og víðar og átti góðan kafla í Þýskalandi.  Á þeim tíma var hann knapi á Mózart, og urðu þeir félagar vel þekktir í Evrópu. Margir muna og Svenna, fyrst í Klúbbnum, síðar Broadway og Hollywood þar sem hann starfaði. Hann og fyrri kona hans, Jana Geirsdóttir ráku Naustið og Naustkjallarann, um tíma. Svenni hafði einstakt lag á hestum, 
tókst oft að gera litla þæga hvolpa úr örgustu villidýrum.  En hann var líka mannvinur, vinamargur og vinsæll.

Útför Svenna verður gerð frá Bústaðarkirkju fimmtudag 26. janúar 2017 kl. 13.00. að viðstöddum heiðursverði hestamanna.  Hestamenn senda innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda.  Hvíldu í friði.